Skilmálar
 1. Skilmálar þessir gilda um þjónustu Drivers Iceland snjallforritsins.

 2. Notandi verður að vera rétthafi þess símanúmers sem hann skráir í þjónustuna.

 3. Til að geta notað þjónustu Drivers Iceland, þarf notandi að skrá sig í gegnum Drivers appið. Öll þjónusta við viðskiptavini er aðgengileg í gegnum tölvupóst á drivers@drivers.is

 4. Ekkert gjald er tekið fyrir þjónustuna af Drivers Iceland en Drivers Iceland áskilur sér rétt til að hefja gjaldtöku fyrir þá þjónustu þegar reynsla er komin á kerfið. 

 5. Notendum verður tilkynnt um verðbreytingar með að lágmarki 15 daga fyrirvara með tilkynningu í tölvupósti, með SMS og/eða frekari kynningu í snjallforriti eða á heimasíðu.

 6. Viðskiptavinur skuldbindur sig til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem sett eru hverju sinni og finna má nánari upplýsingar um í gjaldskrá í snjallforriti eða á vefnum drivers.is

 7. Bílstjórar skráðir í Drivers Iceland ber ávallt ábyrgð á að hann starfi eftir lögum hverju sinni, þ.e. Hafi öll tilskilin leyfi og réttindi til aksturs, þ.e. með sérleyfi eða aki fyrir sérleyfishafa sem samþykki notkun hans á leyfinu.

 8. Drivers Iceland er ábyrgðaraðili vinnslu í skilningi 4. tl. 1. mgr. 2. gr., sbr. og 1. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 77/2000 um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga, safnar og vinnur eftirfarandi persónuupplýsingar um notendur:

  1. Upplýsingar sem notandi skráir við stofnun aðgangs, s.s. símanúmer, netfang, nafn og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að tryggja upplifun farþega og ökumanna sem nýta sér Drivers snjallforritið.

  2. Upplýsingar um staðsetningu farþega sem óska eftir bíl svo hægt sé að upplýsa bílstjóra um staðsetningu farþega.

  3. Upplýsingar um staðsetningu bílstjóra sem hefur samþykkt bókun á ferð svo hægt sé að upplýsa farþega um hversu langt er í bílinn.

  4. Allar upplýsingar sem skráðar eru af Drivers Iceland eru vistaðar í öruggan gagnagrunn og öll samskipti við hann fara um dulkóðaðar tengingar.

 9. Notandi ber ávallt alla ábyrgð á tjóni vegna rangrar notkunar á þjónustunni. 

 10. Notandi heimilar Drivers Iceland að senda honum tilkynningar í pósti, tölvupósti eða með SMS/MMS skilaboðum um efni sem varðar þjónustuna.

 11. Drivers Iceland er heimilt að loka á einstaka notendur, eyða aðgöngum eða uppfæra eftir því sem ástæða þykir hverju sinni.

 12. Notandi getur óskað eftir afskráningu eða að gögn um hann séu fjarlægð með tölvupósti á drivers@drivers.is

Öryggis- og persónuverndarstefna

Áreiðanleiki og öryggi er lykilatriði í öllum rekstri Drivers. Vegna þess leggur félagið kapp á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Ennfremur kappkostar Drivers að upplýsa notendur um öryggismál og hvernig unnið er með upplýsingar þeirra svo enginn þurfi að efast um að unnið sé með upplýsingar á öruggan og löglegan hátt.

1. 

Gagnaöryggi og aðgangsstjórnun

Allar upplýsingar í kerfi Drivers eru dulkóðaðar.

Persónugreinanlegar upplýsingar eru óaðgengilegar notendum kerfisins.

Upplýsingar um einstaka notendur eru eingöngu aðgengilegar starfsfólki Drivers og eingöngu sóttar eftir þörfum, s.s. þegar notandi greiðir ekki þjónustugjald innan uppgefins greiðslufrests. Allir starfsmenn Drivers eru með hreint sakavottorð og bundnir þagnarskyldu um allt sem þeir kunna að verða áskynja um notendur kerfisins. Drivers áskilur sér rétt til að kæra öll brot á þagnarskyldu til viðeigandi yfirvalda.

2. 

Persónugreinanlegar upplýsingar í algeru lágmarki

Stefna Drivers er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þjónustu og uppfyllt skyldur. Við notkun á kerfinu er almennum notendum til að mynda aðeins nauðsynlegt að gefa upp símanúmer og nafn, án þess að þurfa gefa upp kennitölu, heimilisfang eða aðrar persónuupplýsingar. Hins vegar býðst leigubílstjórum að skrá sig inn í kerfið. Við þá skráningu óskar Drivers eftir bílnúmeri þess leigubíls sem skráður er á viðkomandi ásamt mynd af gildu leyfisskítreini.

Drivers starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Drivers gengur úr skugga um að viðskiptavinir sínir, sem teljast ábyrgðaraðilar í skilningi laga um persónuvernd, hafi tilkynnt Persónuvernd um starfsemi sína eins og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gera ráð fyrir. Drivers telst vinnsluaðili í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

3. 

Drivers ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan, eða ósiðlegan hátt.

Drivers mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar.

Drivers mun aldrei láta samskiptaupplýsingar notenda (t.d. farsímanúmer) í té þriðja aðila. Drivers mun aldrei sjálft nýta samskiptaupplýsingar í öðrum tilgangi en að eiga hófleg og eðlileg samskipti við notendur vegna aðgangs þeirra og notkunar á Drivers kerfinu.

Þrátt fyrir framangreint áskilur Drivers sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar, sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar, rekjanlegar eða heimfæranlegar á notendur, og nota sér þær í viðskiptalegum tilgangi, s.s. hér segir:

Vegna rannsókna á ferða notenda um tiltekin svæði. Tilgangur þess er m.a. Að Drivers geti upplýst viðskiptavini og framtíðar viðskiptavini um kerfið, notkunarmöguleika þess, álagsþol og árangur af notkun kerfisins.

 

Um meðferð persónuupplýsinga um notendur gilda einkum ákvæði laga nr. 77/2000

um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með síðari breytingum. Drivers leggur áherslu á að tryggja trúnað, áreiðanlega, örugga og ábyrga meðferð

upplýsinga um notendur. Eftirfarandi upplýsingar um meðlimi eru skráðar í

gagnaskrá Drivers fyrir bílstjóra.:

• Skírnarnafn og eftirnafn bílstjóra.

• Símanúmer bílstjóra.

• Upplýsingar um leigubílastöð.

• Mynd af leyfisskírteini.

• Bílnúmer ökutækis bílstjóra.

• Staðsetning bílstjóra þegar hann samþykkir ferð og að ferð lokinni

Eftirfarandi upplýsingar um farþega eru skráðar í gagnaskrá Drivers fyrir farþega.:

• Símanúmer notenda.

• Upplýsingar staðsetningu notenda

• Skírnarnafn og eftirnafn meðlimar


 

Notendur samþykkja við skráningu skilmála þessara að unnið verði úr upplýsingum

um notendur í eftirfarandi skyni:

• Til að bera kennsl á notendur.

• Til að staðsetja notendur rétt á korti

• Vegna þjónustu við notendur og samskipta.

• Vegna útgáfu reikninga og innheimtu krafna á meðlim.

• Vegna reksturs og þróunar smáforrits og annarrar þjónustu Drivers.

• Vegna eftirlits með notkun notenda 

• Vegna beinnar markaðssetningar Drivers, skoðanakannana,

markaðsrannsókna og annarra skyldra ráðstafana Drivers


 

Þrátt fyrir framangreint áskilur Drives sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar notenda til þriðja aðila ef:

• Drivers ber að gera það samkvæmt lögum.

• Ef lögregla óskar eftir upplýsingum þegar um slys eða meintan refsiverðan verknað er að ræða.

• Drivers er keypt eða sameinast öðru fyrirtæki en aðeins í samræmi við ákvæði þessarar öryggisstefnu (þannig að nýja fyrirtækið reki sambærilega þjónustu áfram með sömu skilmálum).

 

Notendaskilmálar og öryggisstefna Drivers verður ávallt aðgengileg á vefsvæðinu Drivers.is

Drivers áskilur sér rétt til að breyta öryggisstefnu þessari eftir þörfum og án sérstakra tilkynninga.

Rísi ágreiningur milli aðila skulu þeir leitast við að leysa hann sín á milli en að öðrum kosti vísa honum til Héraðsdóms Reykjavíkur til úrlausnar.

 

Drivers er íslenskt snjallforrit sem er hannað fyrir löggilda leigubílstjóra. 

Bókaðu leigubíl(taxi) með einum smell!

Allir leigubílar á einum stað!